Heimavinnandi húsmóðir

Er ekki tími til komin að sýna heimavinnandi húsmæðrum virðingu? Hvenær verður þessi stétt viðurkennd?
mbl.is Eiginkonurnar settar út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Jú það er svo sannarlega kominn tími til þess.

Ég þekki aðeins til þarna og betra fólk er erfitt að finna...ekki að það komi þessu máli beint við...

ÖSSI, 16.3.2009 kl. 16:10

2 identicon

Þetta eru ömurlegar aðstæður að lenda í á fullorðinsárum og því miður er þetta ekkert einsdæmi miðað við það sem maður hefur kynnst í nánustu fjölskyldu.

Ég leyfi mér að fullyrða að það eru ábyggilega fjölmargar fullorðnar konur að slíta sér út á líkama og sál við að hjúkra eiginmönnum sínum heima, mönnum sem í rauninni ættu að vera á hjúkrunarheimili, því þær/þau hafa hreinlega ekki efni á því að missa lífeyristekjurnar inn í heimilishaldið. Flestar þessar konur hafa lítinn eða engan lífeyri sjálfar.

Sigrún (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:45

3 identicon

Væntanlega styðst svona gjaldtaka við lög. Það þýðir að hægt er að finna út hverjir settu þessi lög. Væntanlega xD og xS því að mér skilst að þetta séu nýlegar reglur? Það styttist til kosninga og þá er rétt að muna að þakka fyrir sig. Verum nú einu sinni samtaka og strikum óþjóðalýðinn út af listanum sem við kjósum. Það er hægt að ná árangri ef fólk er samtaka.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:15

4 identicon

LAngir biðlistar eru eftir plássum á hjúkrunarheimilum. Flest eða öll hjúkrunarheimili skortir fé. Hver haldið þið að verði tekinn fyrstur inn, Jón sem var láglaunamaður alla starfsævi sína, eða séra Jón sem hefur verið hálaunaður um sína tíð og á sæmilega digra sjóði, sem gefa vel af sér? Nú skiptir engu máli hvar í röðinni hvor um sig er.

 Svona reglur um gjaldtöku eru ranglátar og leiða eingöngu til mismununar og spillingar. Þetta er óþverraskapur, sem verður að vinna gegn.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Heyr heyr

Sporðdrekinn, 16.3.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband