Afnemum skólaskylduna

Er virkilega ekki hægt að læra án þess að vera í kennslustofu hjá kennara?

Skólaskylduna (réttnefnd uppeldisstofnanaskylda) burt og fræðsluskyldu í staðinn. Aukum valfrelsi í fræðsluöflun.


mbl.is Kennarar fagna frumvarpi um kennaramenntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ósammála.

Hverjir væru það sem myndu nýta sér það leyfi?  Alls kyns klikkhausar í hópi foreldra sem vildu kenna þeim heima hjá sér hvort sem það væri bókstafstrú eða annað.

Auk þess snýst skóli líka um samneyti við önnur börn og annað fólk.  Það er svo mikill þroski sem á sér stað í skólanum sem ekki er endilega skráður í námsskrá.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.1.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Þvílíkir fordómar.

Í USA eru yfir 2.000.000 sem sækja ekki skóla, læra heima. Heimakennsla er vaxandi í Englandi og Noregi. (www.nheri.org) (www.homeschool.com)

Þekkir þú einhvern sem hefur lent í einelti í skóla? Þekkir þú einhvern pilt sem hefur liðið ílla í skóla? Skólar eru ágætir fyrir marga sennilega flesta en ekki alla

Elías Theódórsson, 28.1.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Elías Theódórsson

5 ára háskólanám til að "passa" börn á leikskóla. En hvað með foreldrið sem sér um þetta sjálft? á að skylda það líka í háskólanám til að geta alið upp sitt barn? Hvar enda þessi ósköp?

 

Elías Theódórsson, 28.1.2008 kl. 18:01

4 identicon

Ég geri farstlega ráð fyrir því að Elías eigi ekki börn eða hann hafi verið svo "heppin" að eiga góða konu sem "passaði" börnin hans. Sjálf er ég leikskólakennari og tel leikskólann lang áhrifamesta skólastig barnanna og þar að leiðandi er ekki sama hver "passar" börnin þar. Leikskólar eru menntastofnun og þar fer fram mjög mikilvægt nám. En svo er það með skólaskylduna og fræðsluskylduna, ég hef séð mörg góð dæmi um heimakennslu hér í USA þar sem ég bý en það er langt því frá að foreldrar séu bara eftirlitslausir með að uppfræða börnin sín. Foreldrar þurfa að leggja heilmikið á sig til að fá leyfi til þess að kenna börnunum heima, það er ströng eftirfylgni með að börnin séu í rauverulegu námi og þau þurfa að taka sömu próf og öll önnur börn. En ég held við séum öll sammmála með það að skóli snýst ekki bara um bóklegtnám, félagsþroskinn sem þar fer fram  mikilvægur ekki síður en námið og börn í heimanámi missa af að hluta. 

María Ölversdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:14

5 Smámynd: Elías Theódórsson

María

Takk fyrir innlitið. Við hjónin eigum 12 & 14 ára gömul börn sem fóru ekki í leikskóla. Þeirra félagsfærni er mjög góð og þeim hefur vegnað mjög vel í námi. Við hjónin höfum bæði séð um uppeldi barnanna, einnig hafa afi & amma notið þess að taka þátt. Þú nefnir "að vera heppin að eiga góða konu sem passaði börnin hans" Konan mín (með margra ára háskólanám) gat ekki hugsað sér að senda börnin í leikskóla þess vegna leystum við þetta á þennan veg. Ég þekki konu sem átti sitt fyrsta og eina barn 34 ára gömul, barnið fór í leikskóla eins fljótt og auðið var eftir að hafa verið hjá dagmömmu frá 6 mánaða aldri. Þegar barnið byrjaði í skóla 6 ára bað móðirinn vinnuveitanda sinn að fá að stytta vinnudaginn til kl 14:00 svo hú gæti verið "heima" og taka á móti barni sínu út skóla og dvelja með því, vinnuveitandinn (karlmaður) leyfði þetta, EN eiginmaðurinn neitaði þessu vegna rýrnunar á tekjum heimilisins svo konan hélt áfram að vinna til 16:00!

Elías Theódórsson, 28.1.2008 kl. 20:21

6 identicon

Sammála Maríu þú ert þarna kominn á hálann ís Elías, að tala um að leikskólinn sé gæsla fyrir börn það er alls ekki þannig og ef satt er sem þú ert að segja að þín börn hafi ekki farið á leikskóla þá veistu ekki neitt hvað þú ert að tala um og þaðan af síður hverju börnin þín misstu af.  En ekki þar fyrir þá er vistun barna á leikskóla allt of löng og ég er alveg sammála þér í því að óþarfi er að hafa börnin allan daginn á leikskólanum enda erum við foreldrarnir sem berum ábyrgð á börnum okkar þó að stundum líti út fyrir að for. vilji að leikskólarnir og skólarnir geri það. Það er líka þjóðfélagið sem býður upp á það eitt að báðir for. vinni úti og þar af leiðandi krakkagreyin í gæslunni allan daginn.

Svo er annað mál að í dag er öðruvísi starf unnið á leikskólum heldur en þegar þín börn voru á leikskólaaldri.  Það er mikið búið að þróa starfið nær skólakerfinu og börnum er kennt margt fróðlegt og skemmtilegt í leikskólanum. 

Fyrir utan hvað börnin læra samskipti og tillitsemi og allt það á leikskólanum og það betur en heima með foreldrum og ömmum og öfum.

Breyttir tímar Elías minn og það eru ekki mörg fyrirtæki sem bjóða upp á hlutastarf í´dag og þá síst leikskólarnir þar sem flest börnin eru jú allan daginn af því að mamma og pabbi þurfa að vinna svo mikið.

ég er´líka móðir þriggja ungra barna og leikskólakennari og grunnskólakennari og lærði ekki að "passa börn í náminu mínu" heldur allt annað varðandi börn og þroska barna.

Óskin (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband